« Jólabögg Bjartrar framtíðar
Hlé á þingstörfum »

Heiða Kristín hættir sem stjórnarformaður

Birt þann 15.12.14

heidaHeiða Kristín Helgadóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar hefur ákveðið að hætta stjórnarformennsku í Bjartri framtíð og sömuleiðis hætta daglegum afskiptum af stjórnmálum.
Heiða stofnaði Bjarta framtíð ásamt Guðmundi Steingrímssyni, formanni og hefur starfað sem stjórnarformaður flokksins síðan stofnun í febrúar 2012. Enn fremur er hún varaþingkona og hefur haldið utan um sveitarstjórnarmál fyrir Bjarta framtíð.

Það verður mikill söknuður af Heiðu en hún hefur að okkar mati í Bjartri framtíð, stuðlað að jákvæðum og tímabærum breytingum á íslenskum stjórnmálum og munum við í BF halda áfram á þeirri braut. Við þökkum Heiðu fyrir ævintýrið síðustu tvö ár og frábært samstarf. Um leið óskum við henni bjartrar framtíðar og velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur.

Takk Heiða!

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.