« Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður BF
Stefnuræða forsætisráðherra - ræða Óttars Proppé »

Björt framtíð á Fundi fólksins á Akureyri

Birt þann 05.09.17

fundurfolksins2016Björt framtíð tekur þátt í Fundi fólksins, lýðræðishátíð sem haldin er í Hofi á Akureyri 8.-9.september. Þar munu hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar og stofnanir vera með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og uppákomur.

Laugardaginn 9. september kl. 11 í Dynheimum: Þverfagleg þjónusta heilsugæslunnar. Sigrún Gunnarsdóttir aðstoðamaður heilbrigðisráðherra og stjórnarmaður í Bjartri framtíð tekur þátt í pallborðsumræðum á málstofu Félags sjúkraþjálfara.

Laugardaginn 9. september kl.13.40 í Hamri: Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030 – ertu með? Þórunn Pétursdóttir aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra og stjórnarmaður í Bjartri framtíð ræðir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum til 2030 sem unnin er í öflugu samstarfi stjórnsýslunnar, sveitarfélaga, félagasamtaka og annarra hagaðila ásamt því að allir geta sent inn tillögur að aðgerðum sem miða að minni losun gróðurhúsalofttegunda. Í málstofunni verður vinnuferlið við gerð áætlunarinnar kynnt, ásamt fyrstu drögum áætlunarinnar.

Laugardaginn 9.september kl.15.30 á Svölunum: Spjallað um Bjarta framtíð. Óttarr Proppé formaður, Guðlaug Kristjánsdóttir stjórnarformaður, Nichole Leigh Mosty þingmaður, Preben Pétursson oddviti BF á Akureyri og Þórunn Pétursdóttir stjórnarmaður í Bjartri framtíð og aðstoðarmaður umhverfis- og auðlindaráðherra ræða við gesti um Bjarta framtíð.

guðlaugogóttarrfundurfolksins2016-4fundurfolksins2016-2fundurfolksins2016-3

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.