« Náttúran er okkar fjöregg - friðlandið í Þjórsárverum ferfaldað að stærð.
Opinn fundur BF: Framtíðarsýn í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi »

Umhverfisstefna Bjartrar framtíðar í hnotskurn

Birt þann 10.10.17

NÝTUM NÁTTÚRUAUÐLINDIR Á SJÁLFBÆRAN HÁTT OG GÖNGUM EKKI Á GÆÐI ÞEIRRA!

UMFRAM ALLT ÞURFUM VIÐ AÐ HAFA Í HUGA AÐ VERNDA LOFTIÐ, VATNIÐ OG VISTKERFI JARÐAR

 

LOFT

Andrúmsloft er grunnur alls lífs og mikilvægt að vernda loftgæði með öllum tiltækum ráðum!

Við getum dregið úr þeirri loftmengun sem er af mannavöldum.

­ Ómengað loft skiptir öllu máli

VATN

Án vatns væri ólíft á jörð – nægt framboð af ómenguðu vatni eru grundvallar mannréttindi!

Grunnvatn, yfirborðsvatn, fallvötn, stöðuvötn, ísölt vötn og sjór – það er af mörgu að taka.

­ Hreint vatn er ómetanlegt

VISTKERFIN

Moldin, gróður og annað lífríki er okkur nauðsyn – fæðugjafar og hreinsarar vatns og lofts!

Vistkerfi hafsins eru ekki síður mikilvæg – matarkista og stærsta kolefnisgeymsla jarðarinnar.

­ Fjölbreytt og virk vistkerfi eru undirstaða velferðar

FÓLK

Við berum ábyrgð á sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og á okkar neysluvenjum – ­hagnýtum!

Hvort sem það snertir heiminn eða okkar eigin heim – við getum breytt því sem við viljum

Hér getur þú kynnt þér stefnu Bjartrar framtíðar í umhverfismálum.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.