« Umhverfisstefna Bjartrar framtíðar í hnotskurn
Opnun kosningamiðstöðvar BF í Reykjanesbæ »

Opinn fundur BF: Framtíðarsýn í náttúru- og umhverfisvernd á Íslandi

Birt þann 12.10.17

Björt framtíð stendur fyrir opnum fundi um umhverfis- og náttúruverndarmál sunnudaginn 15. október kl.14-15.30. Fundurinn verður haldinn í Salnum í Kópavogi og rædd verða málefni sem tengjast umhverfis- og náttúruvernd sem borið hafa hátt í umræðunni undanfarin misseri.

Á fundinum verða eftirfarandi þrjú erindi:


Raforkuflutningskerfið – fyrir hverja?
Karl Ingólfsson sem haldið hefur fjölda fyrirlestra um flutningskerfið raforku á Íslandi mun fræða viðstadda um ýmsar mýtur sem haldið er á lofti í umræðu um raforkuflutningskerfið á Íslandi. Þá mun hann fara yfir hvernig hægt sé að flytja raforku um landið í sátt við náttúru og umhverfi.

Verðmæti íslensku víðernanna og framtíðarsýn í náttúruverndarmálum
Tómas Guðbjartsson skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni mun ræða um víðerni Vestfjarða og miðhálendisins og greina frá hugmyndum sínum um umboðsmann náttúrunnar.

Tækninýjungar í sjókvíaeldi – hvaða kostir fylgja lokuðum kvíum í fiskeldi á sjó með tilliti til umhverfis og náttúru?
Rögnvaldur Guðmundsson framkvæmdastjóri AkvaFuture mun kynna nýjustu tækni í fiskeldi sem felst í því að færa fiskeldi á sjó í lokaðar kvíar.

Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra mun loka fundinum.

Gott aðgengi – öll velkomin!

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.