« Björt framtíð er með þetta!
Aukaársfundur Bjartrar framtíðar 2017 »

Flóttafólk og hælisleitendur eru tækifæri en ekki vandamál

Birt þann 22.10.17

Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að fólk er að koma hingað til lands, það er eitt prósent atvinnuleysi í landinu og við erum að senda það heim. Okkur vantar allskonar sérfræðinga og allskonar fólk í allskonar geira, bæði ferðaþjónustu og háskólamenntað fólk. Við erum að senda þetta fólk úr landi. Það er vandamálið því það vantar stefnumótun í þessum málaflokki. Af hverju er um við alltaf að bera okkur saman við norðurlöndin? Norðulöndin eru ekkert endilega góð fyrirmynd í þessum málum. Ég myndi frekar fara þá leið sem farin er í Kanada. Í Kanda er hiklaust verið að bjóða fólki að koma allstaðar að. Þau eru með móttökukerfi sem býður upp á aðlögun með upplýsingum um réttindi, atvinnu- og aðlögunartækifæri. Ég veit um fólk úr mínu heimalandi sem farið hafa þessa leið. Ég skil ekki af hverju við erum ekki að líta á þetta sem tækifæri í stað vandamáls. Hælisleitendur og flóttafólk er ekki vandamál heldur gullið tækifæri. Við erum að fá fullmentað fólk sem við þurfum ekki að leggja krónu til að mennta og getum boðið vinnu. Næstu 20-40 árin erum við íslendingar að eldast og við erum ekki að fjölga okkur nógu hratt. Þetta verður vandamál ef við tökum ekki ákvörðun um þetta í dag. Við erum að bregðast of seint við og þetta er ekki vandamál heldur tækifæri. Hugsum í lausnum ekki í vandamálum því ef víð hugsum í vandamálum þá leysum við ekki neitt. Byrjum bara núna. Ég legg það til að við byrjum bara að móta stefnuna núna.

Jasmina Crnac mætti á Útvarp sögu, ásamt Helga Hrafni og Áslaugu Örnu, og ræddi þar meðal annars málefni flóttafólks og hælisleitenda í nýjum þætti Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur.

Hlusta má á þáttinn í heild hér.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.