« Flóttafólk og hælisleitendur eru tækifæri en ekki vandamál
Framboð til formanns og stjórnarformanns Bjartrar framtíðar »

Aukaársfundur Bjartrar framtíðar 2017

Birt þann 10.11.17

Framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar boðar til aukaársfundar laugardaginn 25. nóvember 2017. Kosið verður í embætti formanns og stjórnarformanns. Framboð skulu berast á netfangið bjortframtid@bjortframtid.is og rennur framboðsfrestur út í upphafi fundar. Allar upplýsingar um embættin eru á www.bjortframtid.is/login og allir skráðir félagar í Bjartri framtíð hafa atkvæðisrétt.

SKRÁNING Á ÁRSFUND


Dagskrá fundarins:

11:00 Starfandi formaður setur fund
11:10 – 11:40 Kynningar og erindi
11:40 – 12:00 Framboðskynningar
12:00 Kosning hefst
12:00 – 12:45 Hádegismatur
12:45 – 15:00 Hópavinna
– Sveitasjórnarhópur
– Innri strúktúr
– Framtíðarsýn 2050
15:00 Kosningu lýkur
15:00 – 15:45 Niðurstöður hópavinnu kynntar og ræddar
15:45 Niðurstöður kosninga
16:00 Fundi slitið

Hópavinnunni verður skipt í þrjá hópa:

  1. Sveitastjórnir: Framhald af samtali síðustu mánaða um sveitastjórnarmál.
  2. Innra starf og uppbygging: Grunnur lagður að endurskoðun á innra starfi og uppbyggingu Bjartrar framtíðar. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag virkar ekki nógu vel, finnum leiðir til að bæta úr
  3. FramtíðarsýnVið vitum fyrir hvað BF stendur en þörf er á því að tryggja það að aðrir viti það líka. Skerpum á framtíðarsýn, áherslum og framsetningu efnisins.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.