Aukaársfundur Bjartrar framtíðar 2017
Birt þann 10.11.17
Framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar boðar til aukaársfundar laugardaginn 25. nóvember 2017. Kosið verður í embætti formanns og stjórnarformanns. Framboð skulu berast á netfangið bjortframtid@bjortframtid.
Dagskrá fundarins:
11:00 Starfandi formaður setur fund
11:10 – 11:40 Kynningar og erindi
11:40 – 12:00 Framboðskynningar
12:00 Kosning hefst
12:00 – 12:45 Hádegismatur
12:45 – 15:00 Hópavinna
– Sveitasjórnarhópur
– Innri strúktúr
– Framtíðarsýn 2050
15:00 Kosningu lýkur
15:00 – 15:45 Niðurstöður hópavinnu kynntar og ræddar
15:45 Niðurstöður kosninga
16:00 Fundi slitið
Hópavinnunni verður skipt í þrjá hópa:
- Sveitastjórnir: Framhald af samtali síðustu mánaða um sveitastjórnarmál.
- Innra starf og uppbygging: Grunnur lagður að endurskoðun á innra starfi og uppbyggingu Bjartrar framtíðar. Ljóst er að núverandi fyrirkomulag virkar ekki nógu vel, finnum leiðir til að bæta úr
- Framtíðarsýn: Við vitum fyrir hvað BF stendur en þörf er á því að tryggja það að aðrir viti það líka. Skerpum á framtíðarsýn, áherslum og framsetningu efnisins.