Björt Ólafsdóttir formaður og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir stjórnarformaður BF
Birt þann 25.11.17
Auka Ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í dag á Hótel Cabin í Borgartúni.
Meðal þess sem fram fór á fundinum var kosning í forystu Bjartrar framtíðar.
Björt Ólafsdóttir var kjörin formaður Bjartrar framtíðar.
Þrjú gáfu kost á sér í embætti stjórnarformanns þau voru: Nichole Leigh Mosty, Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir og Ágúst Már Garðarsson.
Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir var kjörin stjórnarformaður flokksins með 55% atkvæða.
Á fundinum var einnig rætt um framtíð Bjartrar framtíðar þar á meðal sveitastjórnakosningar á næsta ári, innra starf flokksins og framtíðarsýn.
Mikill einhugur ríkti á fundinum og ljóst að enn er mikill hugur í fólki að halda starfi Bjartrar framtíðar áfram. Mikill samhljómur var um að rödd Bjartrar framtíðar er mikilvæg í íslenskum stjórnmálum.