Þingflokkur BF

Heiða Kristín Helgadóttir

2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður

Heiða Kristín er fædd í Washington DC árið 1983. Hún flutti fljótlega í Hlíðarnar í Reykjavík og var þar fram að 19 ára aldri þegar hún flutti að heiman og hóf búskap í Skerjafirði. Í dag er hún 29 ára tveggja stráka móðir í Vesturbænum — stjórnmálafræðingur, framkvæmdarstjóri og varaformaður í Besta flokknum, stjórnarformaður í Bjartri framtíð og varaformaður í velferðarráði Reykjavíkur. Hún byrjaði að vinna sem barnapía níu ára og hefur síðan starfað í plötubúð, við skúringar, sem leiðbeinandi á leikskóla,  jafningjarfræðari, heimilisfræðikennari, ráðgjafi og markaðsstjóri. 

Hljómsveit? Ekki hægt að nefna eina. En get samt nefnt fimm plötur: Darkness on the Edge of Town – Bruce Springsteen, Harvest – Neil Young, Rumours – Fleetwood Mac, Nilsson Schmilsson – Harry Nilsson, Young, Gifted and Black – Areatha Franklin og og og Born to Run – Bruce Springsteen.
Kvikmynd? Eina myndin sem kemur upp í hugan er Parenthood með Steve Martin. Hvað segir það um mig?
Grínisti? Jón Gnarr og Elsa Yeoman og Tina Fay og strákarnir mínir.
Bók? Sjálfstætt fólk og Game Change.
Íþróttalið? VALUR!