Bráðum kemur betri tíð

Meiri Fjölbreytni

Fjölbreytt og frjálst samfélag er gott samfélag.

* Hér dugar ekkert minna en gott heildarplan: Stofnum aðgerðahóp sem hefur heildarsýn á uppbygginguna. Látum aðra stefnumörkun hins opinbera, s.s. menntastefnu, virka þessu til stuðnings. Bætum hagtölugerð um þessar atvinnugreinar. Eflum samkeppnissjóði. Bætum skattaumhverfið. Svo fátt eitt sé nefnt. Margt smátt gerir eitt mjög stórt.

* Skandinavar hafa verið að gera þetta, með góðum árangri. Og athugið: Aukin fjölbreytni í rekstri, nýjar lausnir, merkir ekki að aðgangur fólks að þjónustunni eigi ekki að vera áfram jafn. Það er lykilatriði.

* Þetta getum við gert með því t.d. að styrkja bændur fremur til þess að gera það sem þeir telja hagkvæmast að gera á landi sínu. Auk þess er líklegt að opnari inn- og útflutningur og samkeppni innanlands og utan geri landbúnaði gott, enda gæðin mikil.

* Hér eru ærin verkefni. Nefna má nokkur: Útrýmum launamisrétti kynjanna. Breytum lögum um mannanöfn. * Við leggjum til að við tileinkum okkur stefnu ESB sem ber yfirskriftina „Think small first“, en hún er í aðalatriðum þessi: Miðum breytingar á lögum og reglum við sérstöðu og þarfir lítilla fyrirtækja. Einföldum reglu- og lagaverk. Drögum úr samkeppni ríkisrekinna fyrirtækja við lítil fyrirtæki. Styttum greiðslufrest ríkis við birgja sína. Aukum aðgengi að fjárfestum og fjármögnun. Sköpum frekari hvata fyrir nýsköpun og rannsóknir. Komum á meiri samvinnu milli lítilla fyrirtækja og ríkisins.

* Menning er ekki bara fyrir hátíðardaga. Hver dagur er menningardagur. Fjölmenning, hámenning, lágmenning, ómenning. Allt nærir okkur, ögrar og víkkar sjóndeildarhringinn. Við segjum: Sköpum góðar aðstæður til þess arna. Hvetjum til sköpunar. Með orðum og gjörðum.

* Hér eru ærin verkefni. Nefna má nokkur: Útrýmum launamisrétti kynjanna. Breytum lögum um mannanöfn. Tökum upp notendastýrða persónulega aðstoð fyrir fatlað fólk og innleiðum allan Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jöfnum aðstæður lögheimilisforeldra og umgengnisforeldra, sem er börnum í hag. Tölum fyrir mannréttindum og friði á alþjóðavettvangi.

Minni Sóun

Þjóðfélag sem nýtir vel tíma sinn, krafta, auð og auðlindir er farsælt þjóðfélag.

* Við viljum setja þetta mál á dagskrá. Skýrsla McKinsey-ráðgjafarfyrirtækisins ætti að vekja flesta til umhugsunar. Framleiðni hér á landi er almennt mun minni en hjá nágrannaþjóðum okkar. Íslendingar vinna langa vinnudaga – harðduglegt fólk – en afköstin eru ekki í samræmi við það. Það er sóun á tíma og vinnu. Hverju sætir? Hér þarf marghliða allsherjarátak. Takmarkið hlýtur að vera að sem flestir geti unnið við það sem þeir gera best, með góðum afköstum á fjölskylduvænum vinnutíma.

* Við vitum að það er alltaf verið að reyna þetta. Þetta þarf bara að fara að gerast. Skýrslur sýna að Íslendingar verja miklu fé í heilbrigðismál, en það nýtist ekki nógu vel. Það þarf t.d. að efla alhliða heilsugæslu um land allt, fjölga hjúkrunarrýmum og byggja hagkvæmari Landspítala. Þannig nýtum við hæfileika fólks, vinnu og opinbert fé betur.

* Bjóða þarf upp á fleiri möguleika varðandi lengd námsins og eins upp á mun fleiri leiðir sem henta styrkleikum hvers og eins.

* Dæmi: Á vegum ríkisins störfuðu árið 2009 um 700 nefndir, stjórnir og ráð. Það kostar milljarð. Má kannski skoða þetta eitthvað? Einnig mætti auka samkeppni um opinbert fé og minnka árlegar áskriftir fjárframlaga, sem mætti endurskoða.

* Arðinn af orkuauðlindunum er hægt að auka án þess að ráðast í ógnarmiklar virkjanaframkvæmdir sem skaða umhverfið. Gera þarf eigendastefnu fyrir Landsvirkjun þar sem stefna fyrirtækisins er skilgreind með tilliti til arðsemi, samfélagslegrar ábyrgðar og umhverfisverndar. Ef við seljum þá orku sem eftir er lágu verði til stórkaupenda eins og álvera, sem eru mjög orkufrek, sóum við miklum auði og tækifærum auk þess sem við sköpum óviðunandi og óhóflega þörf á frekari virkjunum sem skaða náttúruna.

* Rannsóknir hafa bent til að Ísland sé mesta sóunarsamfélag í heimi. Það þýðir að við göngum of mikið á náttúruna sem neyslusamfélag. Við eigum að gera fólki auðveldara að vera umhverfisvæn, að flokka sorp, nýta sér umhverfisvænar samgöngur, endurnýta hluti, fá upplýsingar um umhverfisvænar neysluvörur og svo framvegis. Hér þarf gott samstarf sveitarfélaga, einkageirans og ríkis þar sem viðfangsefnið er tekið föstum tökum og sjálfbær nýting og neysla á lífsins gæðum er ávallt markmiðið. Verum hófsöm.

Meiri Stöðugleika

Stöðugt efnahagsumhverfi væri dásamlegt.

* Þá opnast leið til gjaldmiðilssamstarfs við Evrópska seðlabankann (ERM II), sem strax getur aukið stöðugleika. Svo getum við tekið upp evru þegar skilyrði skapast til þess. Það er auðvitað ekki töfralausn en þó að öllum líkindum sigurstranglegasta leiðin í átt að efnahagslegum stöðugleika.

* Hér þarf viðhorfsbreytingu. Gerum eins og Finnar. Hugsum um útflutning, númer eitt, tvö og þrjú. Hér gegna atvinnugreinar eins og matvælaframleiðsla og ferðaþjónusta miklu hlutverki en mun meira þarf til: Fyrirtæki sem geta vaxið mjög, og eru síður bundin náttúrulegum takmörkunum, þurfa meiri og kerfisbundnari stuðning. Dæmi um slíkar greinar eru kvikmyndagerð, hönnun, tölvuleikjaframleiðsla, framleiðsla á orkusparandi og umhverfisvænni tækni, líftækni og fleira og fleira. Með stuðningi er ekki bara átt við fjárframlög, heldur alhliða nálgun sem gerir umhverfi þessara fyrirtækja betra. (Þetta helst jú í hendur við kaflann um fjölbreytni hér á undan, gott fólk.)

* Fátt yrði betra fyrir heimilisbókhaldið. Þetta er spurning um pólitískan fókus. Hann hefur skort á þetta viðfangsefni. Við þurfum að ræða grundvöll efnahagslífsins, í stað þess að vera sífellt að hanna ný viðbrögð við því að grundvöllurinn sé slæmur (eins og verðtrygging er dæmi um). Verðbólga þarf að haldast lág, varanlega. Við viljum meina að þar skipti stöðugri gjaldmiðill meginmáli. Og auknar útflutningstekjur. Og aðhald í ríkisfjármálum.

* Við viljum skoða allar hugmyndir. Þetta teljum við m.a. koma til álita: – Að þak verði sett á verðbætur verðtryggðra lána. – Að fólk geti valið að hluti inngreiðsla í lífeyrissjóði renni til afborgana af húsnæðislánum. – Að stimpilgjöld verði afnumin. – Að forsendur vísitöluútreikninga séu endurskoðaðar. Auk þess þarf að gera það að markmiði að góður og fjölbreyttur leigumarkaður verði til.

* Frá hruni hafa verið skrifaðar hátt í 200 skýrslur um hvað sé rétt að gera. Margar góðar. Stefnumörkun er fyrir hendi. Mikil rýnivinna búin. Nú er að stilla saman strengi og framkvæma.

Minna Vesen

Það felast í því mikil gæði að þurfa ekki að hafa of miklar áhyggjur og að geta treyst því að hlutir virki fljótt og vel.

* Fátt stendur heilbrigðu atvinnulífi eins mikið fyrir þrifum og þegar yfirvöld gefa eftir gagnvart sérhagsmunagæslu, þar sem einni atvinnugrein er hampað á kostnað annarrar. Almennar, gagnsæjar leikreglur, stöðugur gjaldmiðill, lágt vaxtastig, góð tengsl við alþjóða viðskiptaumhverfið, fjölbreytni og virkt samkeppniseftirlit eru lykilatriði í að skapa opið og heilbrigt markaðs- og samkeppnisumhverfi á Íslandi.

* Tekjutengingar í bótakerfinu, vörugjaldafrumskógur og óskiljanleg bréf frá skattinum. Allt þetta þarf að laga. Ríkja þarf skiljanleg og réttlát heildarhugsun.

* Margar þjóðir hafa náð langt í þessu og gert upplýsingar, umsóknir og skil á gögnum aðgengileg á einum stað. Íslendingar eru æði netvæddir. Kjörið er að nýta sér það og setja kraft í svona verkefni. Þó má ekki gleyma raunheimum. Sama hugsun þarf að ríkja þar líka, að fólk geti nálgast það sem það vantar á sem einfaldastan hátt.

* Þetta hljómar kannski ekki sem tilkomumesta kosningastefnuatriði allra tíma en er engu að síður ákaflega mikilvægt. Stjórnarráðið þarf að starfa meira sem ein heild, með skýr markmið. Starfsmenn ráðuneyta þurfa að geta færst meira á milli ráðuneyta. Þjónustan við almenning þarf að vera skilvirk og skiljanleg, með áherslu á leiðbeiningaskyldu og upplýsingagjöf. Það að tölvupóstum sé ekki svarað getur til dæmis skapað mikið óhagræði. Allt þarf að vera í lagi.

* Öll erum við neytendur og til þess að geta tekið upplýstar ákvarðanir þurfa upplýsingar að vera góðar og aðgengilegar. Lög og reglur, eftirlit, rannsóknir, fræðsla – allt þarf þetta að hjálpast að til þess að vernda neytendur gegn svikum, óhollustu og vondri þjónustu. Upplýstir og meðvitaðir neytendur tryggja heilbrigðan markað.

Meiri sátt

Á Íslandi er hver sáttahöndin upp á móti annarri.

* Ágætt dæmi um þetta er aðildarumsóknin að ESB. Hér þarf að nýta lýðræðið og standa við það sem áður var ákveðið.

* Þetta snýst einkum um það að brugðist sé við málefnalegum og vel rökstuddum athugasemdum við drögin. Svo þurfa lögskýringargögn sem fylgja með stjórnarskránni að vera skýr, eins og t.d. greinargerðin með henni. Þjóðin þarf líka að fá tíma til þess að kynna sér endanlegt plagg áður en það verður að stjórnarskrá. Gefum okkur þann tíma sem þarf en þó ekki of langan.

* Við viljum byggja á aflamarkskerfi, en nýta markaðinn til að greinin greiði sanngjarnt gjald fyrir aðgengið að miðunum. Um leið geta nýir aðilar haslað sér völl án þess að kaupa veiðiheimildir af öðrum í greininni, í samræmi við álit mannréttindanefndar SÞ.

* Á Íslandi áttu að vera metin(n) að verðleikum. Ísland á til dæmis ekki að vera klíkusamfélag, né samfélag þar sem farsæld er tilviljanakennd og ræðst í of miklum mæli af utanaðkomandi þáttum og duldum öflum. Þetta er vissulega almennt markmið, en mikilvægt. Ísland er nefnilega ekki alveg komið á þennan stað, því miður.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.