Málin okkar

Mál Bjartrar framtíðar sem lögð hafa verið fram á Alþingi

Umhverfis- og auðlindamál

Umhverfismál, loftslagsmál, auðlindamál og náttúruvernd
Málið fjallar um að mótuð skuli ný stefna í málefnum íslenska refsins sem miðar að því að hætta opinberum fjárstuðningi við refaveiðar og í staðinn að efla rannsóknir á vistfræði refsins. Ríkið eyðir tugum milljóna króna á ári í refaveiðar án þess að það liggi fyrir rannsóknir sem sýnir nauðsyn þeirra. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið fjallar um að starfshópur verði skipaður til að mæla og greina umfang matarsóunar á Íslandi. Hópurinn skal í kjölfarið leggja fram tillögur um aðgerðir til að draga úr matarsóun. Matarsóun er óumhverfisvæn þar sem framleiðsla, flutningur og urðun á matvælum refst orku, vatns og landnýtingar. Herferðir til að vekja fólk til umhugsunar um matarsóun hafa verið settar af stað í Danmörku og Bretlandi og er markmið Evrópusambandssins að minnka matarsóun um helming til ársins 2020. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið fjallar um að starfshópur verði skipaður sem skoði leiðir til að efla og styrkja umhverfi hjólreiða og vinni hjólreiðaáætlun fyrir landið. Aukin hjólreiðanotkun til samgangna hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu og dregur úr umferðarþunga. Einnig hefur það í för með sér jákvæð umhverfisáhrif. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið snýst um að ríkið setji sér eigendastefnu vegna eignarhalds þess á Landsvirkjun, en fyrirtækið er er eitt mikilvægasta ríkisfyrirtæki  landsins. Stefna Landsvirkjunar, áform og ákvarðanir hafa mikil áhrif hér á landi og hafa oft verið umdeild. Þess vegna að fara í skýra stefnumörkun til að skilgreina markmið, hlutverk og ábyrgð. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir
Málið fjallar um að sérfræðingar rannsaki og geri úttekt á jarðhitasvæðum sem nýtt eru til raforkuframleiðslu og jarðgufuvirkjunum á Íslandi, með tilliti til sjálfbærni og líftíma. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið fjallar um að hrinda í framkvæmd tillögum ráðgjafarhóps um raforkustreng til Evrópu sem miða að því að greina þjóðhagslega hagkvæmni af því að leggja sæstreng milli Íslands og Evrópu. Reiknað er með að hægt verði að fá allt að sjö sinnum hærra verð en það sem fæst frá stjóriðjunni sem er stærsti orkukaupandi hér á landi. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir

Mannréttindamál

Mannréttindi, jafnrétti og trúmál
Málið fjallar um að koma á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð við fatlað fólk. Markmiðið er að fatlað fólk geti almennt notið sjálfstæðis í lífinu sínu til jafns við ófatlað fólk. Hugmyndafræðin um sjálfstætt líf gengur út á að fatlað fólk geti valið að búa heima hjá sér, ráðið sitt eigið aðstoðarfólk og stýrt þjónustunni við sig sjálft. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að 20. nóvember hvert ár verði helgaður mannréttindaræðslu í grunnskólum landsins. Ísland hefur samþykkt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafa kannanir sýnt að íslensk börn þekki ekki réttindi sín. Fræðslan yrði liður í því að fræða börn um eigin réttindi sem og annarra. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Páll Valur Björnsson
Breytingar á ýmsum lögum þar sem bann við mismunun kemur fram þannig að „fötlun“ komi fram eins og þjóðerni, kynþáttur, aldur. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Freyja Haraldsdóttir
Málið fjallar um að stafrænt kynferðislegt ofbeldi verði refsivert. Hefndarklám felur í sér dreifingu eða birtingu á myndum eða myndskeiðum án leyfis þess sem birtist á myndinni, og er til þess fallið að lítilsvirða viðkomandi. Oft er um að ræða nektarmyndir eða kynferðislegar ljósmyndir og myndskeið. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir
Málið fjallar um að mannanafnanefnd verði lögð niður og öll ákvæði um hana verði felld burt. Að auki skal afnema lög um ættarnöfn. Breytingin verður sú að fólk má skýra börnin sín nákvæmlega eftir eigin vilja. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Óttarr Proppé
Málið fjallar um að sveitarfélögum verði ekki skylt að leggja til ókeypis lóðir undir kirkjur og undanskilja þær gatnagerðargjaldi. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Heiða Kristín Helgadóttir
Málið fjallar um rannsókn verði gerð á vinnuhælinu á Kleppjárnsreykjum. Þangað sendu stjórnvöld íslenskar stúlkur sem áttu samskipti við erlenda hermenn á árum síðari heimsstyrjaldar. Stúlkurnar voru beittar ranglæti af stjórnvöldum og hafa aldrei fengið afsökunarbeiðni eða bætur. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Heiða Kristín Helgadóttir
Málið fjallar um að gera tillögur um útfærslur á því hvernig börn sem búa jafnt og til skiptis hjá báðum foreldrum sínum á tveimur heimilum, geti haft lögheimili sín á báðum stöðum. Koma á í veg fyrir aðstöðumun foreldra sem hafa sameiginlega forsjá en annað þeirra er með barnið skráð hjá sér í lögheimili. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að umgengnisforeldri, þ.e. foreldri sem hefur ekki sama lögheimili og barnið sitt, sé skráð sem foreldri barnsins í opinberum gögnum. Í íslenskri hagskýrslugerð eru umgengnisforeldrar skráðir barnlausir. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið snýst um að fatlað fólk fái styrk til bifreiðakaupa óháð því hver annast aksturinn. Óheimilt verði að binda styrkveitingar því skilyrði að bótaþegi hafi sjálfur ökuréttindi eða einhver annar á heimili hans, eins og tíðkast nú. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að íslensk stjórnvöld geri upp mannréttindabrot sín gagnvart iðkendum Falun Gong, en þeim var meinuð landganga og meinað að nýta tjáningafrelsi sitt á Íslandi. Hópurinn kom til Íslands í þeim tilgangi að mótmæla mannréttindabrotum í Kína þegar leiðtogi Alþýðulýðveldisins Kína var í opinberri heimsókn hér á landi. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson

Heilbrigðismál

Heilbrigðismál, lýðheilsa og forvarnir
Málið snýst um að efla fjarheilbrigðisþjónustu svo bjóða megi landsmönnum um allt land fjölbreytta, skilvirka og örugga heilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónusta (e. telehealth) er ýmis þjónusta sem veitt er með fjarskiptum og rafrænum hætti. Dæmi um einfalda útgáfu fjarheilbrigðisþjónustu er ráðgjöf heilbrigðisstarfsmanna í gegnum síma og dæmi um flókna fjarheilbrigðisþjónustu er skurðaðgerð með hjálp vélmenna sem stýrt er af sérfræðingum sem staddir eru hver í sínum heimshlutanum. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir
Málið fjallar um að kanna hvernig best megi tryggja að erilshávaði í kennsluhúsnæði skaði ekki rödd og heyrn nemenda, kennara og starfsmanna og hafi ekki neikvæð áhrif á líðan og námsfærni nemenda. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið fjallar um að klukkunni verði seinkað á Íslandi um eina klukkustund. Miðað við gang sólar er klukkan á Íslandi rangt skráð. Síðan 1968 hefur klukkan á Íslandi verið stillt á sumartíma allt árið og er því klukkutíma of fljót miðað við legu landsins sem leiðir til þess að ljósaskiptum seinkar, bæði dagrenningu og kvöldi. Þetta tímamisræmi sem nú ríkir skekkir upplýsingar sem lífsklukkan nýtir sér til að samhæfa starfsemi líkamans með hliðsjón af þörfum hans að degi og nóttu. Tillagan gæti átt þátt í því að bæta svefnheilsu og líðan Íslendinga. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Páll Valur Björnsson
Málið fjallar um að réttur foreldra sem eignast andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu að jöfnu við rétt foreldra sem missa barn stuttu eftir fæðingu, á meðan á foreldraorlofi stendur. Gildandi lög gera greinarmun á rétti til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks í slíkum tilvikum sem nemur sex mánuðum. Engin sanngirnisrök standa því til grundvallar. Meira um málið á vef AlþingisFyrsti flutningsmaður: Páll Valur Björnsson
Málið fjallar um að skipaður verði starfshópur sem hefji undirbúning að áhugakönnun og þarfagreiningu á opinberum stuðningi við verðandi foreldra í formi vöggugjafar sem innihaldi nauðsynjavörur fyrir ungabörn. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall

Mennta- og menningarmál

Menntamál, menningarmál og æskulýðsmál
Málið snýst um að námsmenn sem leigja herbergi í íbúðum eigi rétt á húsaleigubótum. Margir námsmenn leigja íbúðir sem þeir deila með öðrum og verður þeim gert kleift að sækja um húsaleigubætur eins og þeir nemendur sem leigja herbergi á heimavist. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að efla hlut forritunar í aðalnámskrá grunnskóla með það að markmiði að nemendur grunnskóla læri í auknum mæli að forrita. Menntun grunnskólabarna verði í takt við tækniþrón og þarfir atvinnulífsins. Nútímavæðing menntakerfisins er mikilvæg sem og fjölbreytni og snýsköpun. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur S. Björnsdóttir
Málið fjallar um að 20. nóvember hvert ár verði helgaður mannréttindaræðslu í grunnskólum landsins. Ísland hefur samþykkt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafa kannanir sýnt að íslensk börn þekki ekki réttindi sín. Fræðslan yrði liður í því að fræða börn um eigin réttindi sem og annarra. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Páll Valur Björnsson
Málið snýst um að gerð verði lagaleg umgjörð í kringum lýðháskóla á Íslandi.  Fjölbreytni er styrkur lýðháskólanna og þar gefst ungmennum kostur á fjölbreyttu námi með aðrar áherslur og önnur markmið en í hefðbundnum bók- eða verknámsskólum. Um nánast hreina viðbót yrði að ræða við íslenska skólaflóru en hér á landi er nú starfræktur einn skóli á grundvelli hugmyndafræði lýðháskólanna. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið fjallar um að gerð verði áætlun sem miði að því að auka vitund og virkni barna og ungmenna í lýðræðisferli samfélagsins. Áætlunin hafi það markmið að auka kosningaþátttöku, bæta stjórnmálamenningu, undirstrika gildi skoðanaskipta í lýðræðissamfélagi og undirbúa þjóðfélagsþegna undir þátttöku í ákvarðanatöku í samfélaginu. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið fjallar um að mannréttindi verði tilgreind sem eitt þeirra markmiða sem grunnskólalög eiga að ná og fái þannig þá stöðu í lögunum sem eðlilegt er að þau hafi. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Páll Valur Björnsson

Efnahagsmál

Efnahagsmál, atvinnumál og gjaldmiðilsmál
Málið fjallar um að stjórnvöld móti sér stefnu til framtíðar í gjaldmiðilsmálum. Í stefnunni komi fram hver eigi að vera framtíðargjaldmiðill Íslands. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að reynt verði að laða erlenda sérfræðinga að landinu með tímabundnum ívilnunum, sambærilegum og boðið er upp á annars staðar á Norðurlöndunum. Einnig verði afgreiðsla á umsóknum þeirra um atvinnu- og dvalarleyfi einfaldari og skjótari. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið snýst um að hönnuðir eigi ekki að borga tolla af sýnishorni sem mun ekki fara í sölu. Sýnishorn er hönnunarvara sem er á lokastigum vöruþróunar og hefur ekkert viðskiptalegt gildi.  Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir
Málið fjallar m.a. um að færa frídaga í miðri viku að helgi. Stakir frídagar eru á margan hátt óheppilegir á vinnustöðum. Þeir skapa óhagræði og draga úr framleiðni. Á sama hátt nýtist stakur frídagur launþegum ekki nema að nokkru leyti, með vinnudag á undan og eftir. Það fyrirkomulag sem hér er lagt til ætti því að auka möguleika launþega á að nýta það frí sem þeir fá með lengri helgi, það er fjölskylduvænna en núverandi fyrirkomulag og einnig til hagræðis fyrir atvinnurekendur. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall

Ferðaþjónustan

Uppbygging og sjálfbærni ferðaþjónustunnar
Málið fjallar um að sveitastjórnir fái heimild til að innheimta gjald af fyrirtækjum sem fénýta ferðamannastaði. Sveitastjórnir geta síðan nýtt peninginn í að byggja upp innviði fyrir ferðaþjónustuna sem stuðlar að sjálfbærni og öryggi ferðamanna. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róber Marshall
Málið fjallar um að undirbúa skuli reglur um hæfisskilyrði leiðsögumanna í ferðum um hálendi Íslands, í þjóðgörðum og friðlöndum. Markmiðið er að vernda náttúru Íslands. Störf leiðsögumanna eru hvorki löggilt né er starfsheitið lögverndað, þó að sett séu skilyrði um menntun til að öðlast starfsheitið leiðsögumaður. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið snýst um að skipuleggja og kortleggja leiða- og þjónustukerfi fyrir ferðamenn sem ferðast um landið fótgangandi, á reiðhjólum eða hestum, þannig að til verði eitt samtengt landsnet ferðaleiða. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall

Neytendamál

Neytendamál, samkeppnismál og gagnsæi
Málið snýst um að tollkvótum í landbúnaði verði úthlutað á sanngjarnari hátt. Seljendur landbúnaðarafurða þurfa að kaupa tollkvóta af ríkinu sem leiðir af sér hærra verðlag á vörum fyrir neytendur. Í stað þess að hafa uppboð á tollkvótum verður hlutkesti varpað. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið snýst um fella niður tolla og vörugjöld af staðgengdarvörum kúamjólkur eins og soja/hrís/möndlumjólk osfv. Ekki á að refsa fjárhagslega þeim sem af einhverjum ástæðum kjósa að neyta ekki mjólkur. Nánar um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið fjallar um að gefa seljendum matvæla einkunn í formi broskarla eins og gert hefur verið í Danmörku um árabil. Markmiðið er að neytendur séu upplýstir um ástand veitingastaða, ísbúaða, bakaría og annarra staða sem selja matvæli. Eftir úttekt eru niðurstöðurnar hengdar upp á áberandi stað og settar á netið. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið snýst um að mótuð verði stefna í þeim tilgangi að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum og að neytendur verði upplýstir um tilvist skaðlegra efna og áhrif þeirra á heilsu og umhverfi. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið snýst um að merkja matvæli með umferðaljósamerkingum í lit sem gefa til kynna næringargildi matvæla. Þetta er gert til þess að neytandi geti tekið ábyrgð á heilsu sinni og sé upplýstur um næringarinnihald matvæla. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir

Lýðræðismál

Lýðræðismál, gagnsæismál og andspilling
Málið snýst um að forseti Íslands verði kjörinn með meirihluta atkvæða. Fái enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða í kosningu skal kosið aftur milli þeirra tveggja frambjóðenda sem fengu flest atkvæði. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir
Málið snýst um að breyta lögum um kosningu forseta Alþingis en nú hlýtur forseti kjör með meirihluta atkvæða. Lagt er til að breyta því í tvo þriðju hluta greiddra atkvæða til þess að efla þingræðið og koma í veg fyrir að forseti sé erindreki ríkisstjórnar. Er þetta að auki liður í að efla löggjafarvaldið á kostnað framkvæmdavalds. . Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið er liður í því að auka traust almennings til Alþingis. Upplýsingar um þingfararkaup eru nú þegar opinberar en með þessu máli yrðu allar greiðslur eins og starfskostnaður og ferðastyrkir til þingmanna gerðar opinberar. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður Brynhildur Pétursdóttir
Málið er liður í að auka traust til Alþingis og miðar að því að Alþingi móti sér stefnu um notkun samfélagsmiðla til að auka sýnileika og bæta ímynd Alþingis. Markmiðið er að auka upplýsingaflæði til almennings, auka traust og mun fela í sér aukið gagnsæi í störfum Alþingis. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Björt Ólafsdóttir
Málið snýst um að þeir sem uppljóstra um spillingu njóti efnahagslegrar og félagslegrar verndar og verndar gegn málsóknum. Spilling skilgreinist sem misbeiting á opinberu valdi til persónulegs ávinnings. Mikilvægt er að vernda þá sem uppljóstra um misgerðir sem varða almannahag. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Róbert Marshall
Málið snýst um að auglýsa opinberlega stöður sendiherra til að koma í veg fyrir pólitískar skipanir sendiherra. Allir skuli hafa jöfn tækifæri til að sækja um þessa opinberu stöðu og skal ákvörðun um skipun vera tekin á grundvelli faglegs mat á hæfi umsækjenda. Myndi þessi breyting fela í sér vandaðri stjórnsýslu, aukið gagnsæi og jafnræði. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Guðmundur Steingrímsson
Málið fjallar um að laun handhafa forsetavalds yrðu lækkaðar verulega, úr því að handhafar skipti með sér sem nemur launum forseta á meðan þeir fara með vald þetta í það að laun þeirra miðuðust við tíund af launum forseta. Með því mætti spara um níu milljóna króna launakostnað árlega verði störf handhafanna áþekk því sem verið hefur. Meira um málið á vef Alþingis. Fyrsti flutningsmaður: Brynhildur Pétursdóttir

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.