Samþykktar stefnur

Ársfundur Bjartrar framtíðar fór fram laugardaginn 5. september 2015. Metnaðarfull stefna í heilbrigðis- og umhverfismálum var einnig kynnt af málefnahópum og samþykkt á fundinum eftir líflegar og góðar umræður.

 

Heilbrigðisstefna Bjartrar framtíðar

Örfáir punktar úr heilbrigðisstefnunni:
– Að allir landsmenn hafi öruggt aðgengi að grunnþjónustu þar sem greiðsluþátttaka almennings er lágmörkuð.
– Að heilbrigðisþjónustan verndi mannréttindi og leggi rækt við frelsi og val hvers og eins um leiðir til að efla heilbrigði og til að takast á við heilsubrest. Heilbrgiðistþjónustan styðji við einstaklinga sem eru í viðkvæmri stöðu og/eða búa við misrétti, svo sem börn, ungmenni, og aldrað fólk og fatlað fólk.
– Tryggja að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks sé gott og að vel sé búið að öllu starfsfólki og því gert kleift að veita góða og örugga þjónustu.
– Endurskoða, skerpa reglur og lagalegan ramma um heilbrigðisþjónustu, tryggja að farið sé eftir lögum og reglum um meðferð almannafjár.

HEILBRIGÐISSTEFNAN Í HEILD SINNI

 

Umhverfisstefna Bjartrar framtíðar

Örfáir punktar úr umhverfisstefnunni:
– Ísland verður sjálfu sér nægt á sviði orkuframleiðslu og notar aðeins græna orku.
– Ísland hefji aldrei vinnslu jarðefnaeldsneytis.
– Efla náttúruvernd og byggja upp, stækka og sameina sterkt innviðakerfi þjóðgarða og friðlýstra svæða.

UMHVERFISSTEFNAN Í HEILD SINNI

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.