Um okkur

Björt framtíð er vettvangur fólks sem vill gera gagn í stjórnmálum og taka þátt í stjórnmálum á uppbyggilegan hátt. Björt framtíð kennir sig við víðsýni, frjálslyndi og umhverfisvernd. Hún vill efla traust í samfélaginu og leggur nokkra áherslu á „consensus“ stjórnmál. Þau birtast m.a. í því að í BF eru tveir formenn, sem kallast formaður og stjórnarformaður og í uppbyggingu flokksins að öðru leyti.

Einfaldleiki, traust og ábyrgð hvers og eins eru höfð að leiðarljósi í starfi BF. Í BF eru ekki undirfélög eða landshlutafélög, heldur aðeins eitt félag á landsvísu með stórri stjórn. Tvær grundvallaryfirlýsingar mynda umgjörð starfsins, annars vegar Stjórnmálayfirlýsingin og hins vegar Ályktunin. Sú fyrrnefnda lýsir nálgun okkar á stjórnmál. Sú síðari lýsir framtíðarsýn okkar, að hvaða markmiðum við viljum stefna í þjóðfélagsmálum. Í henni er að finna ríkar áherslur á frálsræði, fjölbreytni, mannréttindi, velferðarmál og umhverfismál. BF horfir jákvæðum augum til ESB og nýrrar stjórnarskrár.

 

BF er lýðræðisafl sem vill breyta stjórnmálum á Íslandi þannig að þau einkennist af meiri yfirvegun, meiri trú á lýðræðislegum og upplýstum ákvarðanatökum og meiri áherslu á ábyrgð og skyldu hvers og eins til þessa að leggja fram hugmyndir og lausnir.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.