Auðlesið efni

Aldraðir og öryrkjar

Björt framtíð vill að laun fyrir öryrkja og aldraða dugi til að borga allt sem þarf til að lifa. Bjartri framtíð finnst mjög slæmt að kerfið hjálpi ekki þeim öryrkjum og öldruðum sem hafa það verst, Björt framtíð vill að það sé lagað strax. Björt framtíð vill setja notenda-stýrða persónu-lega aðstoð (NPA) í lög og bæta við hús-næði fyrir fatlað fólk og passa að þjónusta við fatlað fólk verði góð allsstaðar.

Björt framtíð vill að aldraðir geti fengið meiri þjónustu heim til sín og þurfi þá ekki að flytja strax af heimili sínu til að fá aðstoð. Það er bæði ó-dýrara og auðveldara. Þá geta þeir sem þurfa mikla aðstoð fengið pláss, til dæmis á hjúkrunar-heimilum en ekki á sjúkra-húsi. Það er betra fyrir fólkið og fyrir kerfið.

Arður af auðlindum

 

Á Íslandi er mikið af verð-mætum. Hrein orka, ó-menguð náttúra og fiskurinn í sjónum hefur gefið okkur mikið af peningum. Við þurfum að passa að nota verð-mætin okkar án þess að skemma þau. Fyrir um-hverfið og fyrir þá sem búa í landinu okkar í framtíðinni. Stefna Bjartrar framtíðar í auðlinda-málum, sem er málefni verðmæta landsins, er því tengd umhverfis-stefnunni. Við eigum að fá meiri tekjur af auðlindunum. Ekki með því að nota meira, heldur að nota betur. Það er skrýtið að ekki hafi verið búnar til reglur til að fá tekjur af notkun verð-mætanna. Gjald fyrir að nota sjávar-auðlindir er mjög lítið og hefur verið lækkað. Peningar af sölu á rafmagni geta orðið mikið meiri ef hætt verður að selja rafmagnið ó-dýrt til stór-iðju eins og er búið að gera í mörg ár. Náttúra Íslands er viðkvæm og ferða-menn vilja njóta hennar. Það er eðlilegt að íslenska ríkið fái tekjur af verð-mætunum sem hægt væri að nota til til að bæta tækifæri í ferða-þjónustu.

 

Barnafjölskyldur

 

Bjartri framtíð finnst barna-fólki ekki vera sinnt nógu vel. Barna-bætur eru mest hugsaðar fyrir fjölskyldur með lágar tekjur, það er ekki gott fyrir framtíð okkar. Ísland stendur sig ekki eins vel í þessu og hin Norður-löndin.

 

Ferðaþjónusta

 

Björt framtíð vill að ferða-þjónstan haldi áfram að vaxa í landinu. Það verður samt að gæta að því að vernda náttúruna og að ríkið fái tekjur af ferðamönnum til að gera staðina betri. Það þarf að stýra álagi í ferða-þjónustunni til að vernda land og þjóð. Það þarf líka að passa upp á þjónustu lög-reglunnar, vega-kerfið, heilbrigðis-kerfið og eftirlit með þjóð-görðum, frið-lýstum svæðum og öðrum náttúru-perlum. Sama má segja um björgunar-sveitir landsins sem vinna í sjálfboða-vinnu. Björt framtíð vill að ferðaþjónusta borgi sama skatt og aðrar atvinnu-greinar og ferða-menn borgi fyrir að njóta náttúrunar. Passa þarf uppá að peningarnir fari beint í að byggja upp þjónustu svo að ferða-þjónustan standi undir væntingum.

 

Flóttafólk og hælisleitendur

 

Við teljum það skyldu okkar Íslendinga að taka vel á móti fólki sem flýr frá heimalandi sínu vegna stríðs. Björt framtíð sér að þeir sem koma til landsins geti fært landinu með því að kenna okkur eitthvað nýtt. Það þarf að vanda sig þegar við tökum á móti flótta-fólki og passa að því líði vel og geti tekið þátt í lífinu í landinu og sé öruggt.
Árið 2015 skoraði Björt framtíð á stjórnendur í landinu að taka vel á móti flótta-fólki og passa að það sé öruggt.

Fólk í Bjartri framtíð hefur oft sagt að Ísland ætti að skoða öll mál sem koma upp vegna flótta-fólks.

 

Framhaldsskólar

 

Björt framtíð vill setja meiri peninga í framhalds-skólana. Minni peningar hafa verið settir í framhalds-skólana á Íslandi en hjá öðrum löndum sem við viljum líkjast. Við viljum gera framhalds-skólana fjöl-breyttari og þeir breytist til að vera góðir fyrir nemendur en ekki að nemendur breytist til að vera góðir fyrir skólann. Færri fara í iðn-nám á Íslandi en öðrum löndum. Það er nauðsynlegt að bæta námið og kynna það vel.

 

Háskólar

 

Björt framtíð vill öfluga og fjölbreytta há-skóla, með rannsóknum og ný-sköpun. Peningar sem fara til há-skólana eru minni en hjá öðrum löndum sem við viljum líkjast og mikið minni en á Norður-löndunum.  Björt framtíð vil að ríkið útvegi líka gott hús-næði fyrir Lista-há-skólann. Bráðum fer að vanta fólk sem hefur lært að vera kennarar og hjúkrunar-fræðingar fleiri þurfa að vera með raun-greina-menntun. Björt framtíð vill laga það.

 

Heilbrigðismál

 

Það sem skiptir mestu mála á sjúkra-húsum er að hafa nóg af starfs-fólki með rétta menntun. Launin þurfa að vera góð og gott að vinna á sjúkra-húsunum. Þannig er það ekki í dag. Björt framtíð vill breyta því. Björt framtíð vill gera heilsu-gæsluna betri og að fólk fari fyrst þangað. Þar eiga að vera sér-fræðingar og góð þjónusta. Björt framtíð vill að næringar-fræðingar og sjúkra-þjálfar vinni á heilsu-gæslunni. Hreyfing og gott matar-æði bætir heilsu og ráð-gjöf um slíkt getur sparað peninga. Geð-sjúkdómar valda mestri örorku og kosta mikið fyrir ríkið. Björt framtíð vill að fleir sál-fræðingar verði á heilsu-gæslunni og í framhald-skólum. Björt framtíð vill koma upp fjar-heilbrigðis-þjónustu á landinu þar sem færri búa, þar sem það er hægt.

 

Húsnæðismál

 

Björt framtíð vill hafa betra húsnæðis-lána-kerfi sem kostar minna. En til þess þarf að breyta öllu kerfinu og það tekur langan tíma. Því verður að breyta. Til dæmis er verð-trygging slæm.
Bjartri framtíð finnst mikilvægt að hafa stöðugan gjald-miðil, meiri tekjur af útflutningi og sparnað hjá ríkinu. Björt framtíð hefur talað um á Alþingi að nemendur sem leigja herbergi geti fengið húsaleigubætur. Þetta getur hjálpað ungu fólki að flytja að heiman.

 

Landbúnaður

 

Björt framtíð styður íslenskan landbúnað og þróun hans. Við teljum að við getum hjálpað bændum meira svo þeir fái meiri pening fyrir vörurnar sínar og vörurnar séu sam-keppnis-hæfar. Við viljum við styrkja bændur til að  bæta landið, vegna umhverfis-mála og nýsköpunar.

 

Leik- og grunnskólar

 

Gott skólastarf er gott fyrir framtíðina. Björt framtíð vill passa upp á kennarana. Mikilvægt er aðstoða börn til að verða full-orðin og passa að þjónusta við börn, ung-linga og foreldra þeirra sé góð. Björt framtíð vill að ríkið og sveitar-félögin hjálpist að við að gera alla skóla góða til þess að undirbúa alla fyrir lífið. Björt framtíð vill að ríkið hjálpi til við að gera leik-skóla og grunn-skóla góða staði fyrir börn og kennara. Það þarf að gera skólana betri með því að fá vel menntað fólk í vinnu. Okkur finnst ríkið þurfa að semja við sveitar-félögin um peninga til að gera leik-skóla betri um allt land. Ríkið setur ekki peninga í leik-skólana heldur hafa sveitar-félögin borgað það sjálf.

 

Menning

 

Fólk í Bjartri framtíð hugsar mikið um menningar-mál og til dæmis er formaður flokksins Óttarr Proppé tónlistar-maður og les mikið. Fólkið í flokknum hefur áhuga á menningu alla daga, ekki bara til spari. Björt framtíð vill til dæmis kenna listir í leik-skólum, grunn-skólum, framhald-skólum og há-skólum. Við viljum passa uppá höfunda-réttinn, lækka skatta á menningar-starfsemi, þar á meðal á bækur, setja mikið meiri pening í skapandi greinar og bæta menningar-sam-starf okkar við önnur lönd. Menning er besta leiðin til að halda vináttu við önnur lönd. Björt framtíð vill að Lista-há-skóli Íslands fái gott hús til framtíðar.

 

Samgöngur

 

Björt framtíð vill að samgöngu-áætlun verði alltaf notuð til þess að velja hvað á að bæta og gera nýtt á vegum og flug-völlum og segja til um hvað það kostar. Álag á vegina hefur aukist mikið undanfarin ár en viðhald vegana hefur ekki aukist eins mikið. Við viljum bæta almennings-samgöngur og gera þær þannig að hægt sé að nota þær almennilega. Peningar til samgöngu-mála hafa minkað frá árinu 2013. Við viljum ekki hafa þetta svona og viljum laga þetta. Það verður að vera á hreinu hvað á að gera til að hægt sé að sjá hvað hlutirnir kosta og hvaða á að gera.

 

Sjávarútvegur

 

Við í Bjartri framtíð viljum áfram nota kvóta-kerfi til að stjórna fisk-veiðum og höldum að það sé besta leiðin til þess að ekki verði veitt of mikið og að mestur peningur fáist fyrir fiskinn. Við höldum að það fari betur með fiskinn og það geri bæði fisk-veiðarnar og fisk-vinnsluna betri. Það þarf að passa að fleiri fái peninga fyrir fiskinn sérstaklega þeir sem vinna í fisk-vinnslu og við fisk-veiðar og passa uppá að sjávar-þorp fái pening. Það þarf að passa að kerfið verði réttlátt og setja leyfin til að veiða fiskinn á uppboð þannig að það séu ekki bara fáir sem hafa leyfi til að veiða hann.Við viljum líka að ríkið eigi að fá meiri pening fyrir að leyfa fólki að veiða fisk. Við viljum byrja á því að bæði velja hverjir fái kvóta bjóða upp kvóta. Þegar báðar aðferðir eru notaðar er hægt að búa til nýtt og gott kerfi.

Stjórnarskrá

 

Björt framtíð vill að breytingar verði gerðar á stjórnar-skrá Íslands.

 

Sveitarfélög

 

Björt framtíð vill að skoðað verði hvernig ríkið styrkir sveitar-félögin. Sum verkefni sem fóru frá ríkinu til sveitarfélagana kosta meira en haldið var. Sum sveitarfélög skulda mikið og hefur Björt framtíð áhyggjur af því. Björt framtíð heldur að hægt sé að semja upp á nýtt við sveitar-félögin því líklegt er að ríkið fái meiri peninga en sveitarfélögin ekki. Það er mikilvægt að spara peninga og til þess að velja hvað verður gert, í staðinn fyrir að gera allt í einu.

 

Umhverfismál

 

Björt framtíð vill að áætlun Íslands í umhverfis- og náttúru-verndar-málum sé vel hugsuð og skýr og út frá henni séu aðrar áætlanir gerðar. Við viljum minnka  slæm áhrif á jörðina okkar eins og alþjóðlegir samningar segja og gera landið okkar þannig að við notum orku sem er góð fyrir jörðina. Við viljum nota ýmsar leiðir til þess að hjálpa þeim sem nota umhverfis-vænar leiðir. Við viljum að fólkið í landinu viti meira um hverjir hugsa um umhverfið og að ríkið byrji á að fá umhverfis-vottun.

 

Utanríkismál

 

Björt framtíð vill fá góðan samning við ESB sem Íslendingar geti, eftir að hafa fengið góða fræðslu, samþykkt í kosningu. Þá getum við tekið upp evru sem mun auka stöðugleika. Við höldum að það sé góð leið til að vel gangi í peninga-málum, þó það geti ekki lagað alveg allt. Björt framtíð vill að þjóðin fái að greiða atkvæði um áframhaldandi viðræður. Björt framtíð vill að Íslendingar hjálpi til við að koma á friði í heiminum, taki þátt hjálpar-starfi og friðar-umleitunum, en taki ekki þátt í hernaði. Við viljum taka vel á móti flótta-mönnum og sinna málefnum inn-flytjenda vel. Þannig er líklegra að þeir verði hluti af Íslandi.

 

Ályktunina á auðlesnu máli má nálgast hér.

 

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.