Merkið

aðallogo

Merki Bjartrar framtíðar er fjólublár skjöldur. Í viðhafnarútgáfunni höfum við þá tvo saman, þar sem í öðrum er skammstöfun flokksins og í hinu eilífðarblómið svokallaða. Þriðji skjöldurinn hefur bæst í hópinn, með listabókstaf framboðsins: A.

Fjólublár skjöldur táknar varðstöðu um fjölbreytni, en það er eitt leiðarstefið í hugsjónum Bjartrar framtíðar. Fjólublár er blanda af rauðum og bláum, sumir segja blanda allra lita. Ef við höfum skjöldinn hreinan, með engu í, þá er hann hreinn skjöldur. Björt framtíð hefur hreinan skjöld.

Í pælingunum við gerð merkisins kallaði eilíðarblómið svokallaða fljótt á athygli. Við vildum hafa eitthvað sem táknar jafnvægi og fegurð, og eilífðarblómið gerir það. Auk þess skírskotar það til umhverfismála og líka til mikilvægis samstarfs og samvinnu, en í merkinu fléttast saman tvær eilífðaráttur sem hvor um sig táknar ákveðinn fullkomleika og jafnvægi, í eina órjúfa heild.

Gerð merkisins annaðist Oscar Bjarnason höfuðsnillingur.

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.