Ráðið

Ráðið hefur það að hlutverki sínu að leita sátta, komi til ágreinings innan raða félaga, meðal þingmanna hans eða í forystu hans. Ráðsmenn skulu virða trúnað, sé þess óskað. Allir þátttakendur í Bjartri framtíð geta sent ábendingar, í fullum trúnaði, til Ráðsins. Ráðið skal meta hvernig fara skal með slíkar ábendingar hverju sinni, en jafnan leita leiða til þess að bæta og efla starfsemina á grunni þeirra.

Ráðið sinnir mannauðsmálum innan Bjartrar framtíðar með viðburðum eins og fræðslufundum, fögnuðum og öðru sem ráðsmenn kunna að telja árangursríkt í því markmiði að viðhalda skemmtilegu og uppbyggilegu andrúmslofti í starfi Bjartrar framtíðar.

Í því sitja fjórir skapgóðir og sáttfúsir einstaklingar.

Í Ráðinu eru:

Guðrún Elín Herbertsdóttir
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Lovísa Hafsteinsdóttir

Fylgstu með!

Skráðu þig á póstlistann og fáðu vikulegt fréttabréf sent.